• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Innanfélagsmótaröð GO – Liðakeppni

Okkar vinsæla liðakeppni-mótaröð verður á dagskrá í sumar eins og undanfarin ár þar sem kylfingar geta komið sér saman og myndað keppnislið sem etja svo kappi við önnur lið í stigakeppni í sumar. Mótin eru alls fimm sem telja til stiga og allar upplýsingar eru hér fyrir neðan og ef einvherjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við afgreiðslu Urriðavallar. Glæsileg verðlaun í boði í hverju móti og í heildarstigakeppni og eflum félagsandann og tökum þátt.

Staðarreglur

Staðar-og-keppnisreglur-Liðakeppni-nr.-1-GARRAmótið

Mótaröðin 2020

Innanfélagsmótaröð GO – Liðakeppni punktakeppni – Keppnis og leikreglur           

* Allir kylfingar í GO með gilda forgjöf hafa keppnisrétt (0 – 54). Hámarks leikforgjöf karla er 36 og hámarks leikforgjöf kvenna er 40.

* Fjöldi keppenda í hverju liði þurfa að vera 2 en mega vera 6. Allir í liðinu mega keppa en tvö bestu skor í punktakeppni telja í hvert sinn til stiga eða skor pars ef um liðakeppni er að ræða.

* Greensome: Tveir mynda par: Besta skor pars telur.  (punktar)
Leikmaður ræður af hvaða teig hann leikur og tekur leikforgjöf hans mið af því, þó með þeim takmörkunum að aldur og forgjöf ræður teig skv. reglugerðum.

* Betri bolti: Tveir saman í liði. Betra skor á holu (punktar) telur.

* Mótin eru 5 og telja 3 til stiga. Eitt aukamót er haldið á sumri sem telur ekki til stiga en er með góðum verðlaunum.

* Hvert lið má tefla fram 6 leikmönnum á leiktíðinni. Ef liðið er búið að tilkynna 6 leikmenn þegar 1. mótið hefst er ekki hægt að skipta út leikmönnum. Ef liðið er ekki fullskipað þ.e.a.s. með 6 leikmönnum má liðið bæta við leikmönnum alveg fram að síðasta mótinu.

* Notast er við stigagjöf til útreikninga á stöðu liða þannig að sigurlið móts fær 1500 stig og svo niður stigatöflu. Ef lið eru með sama skor í móti, telur þriðji leikmaður eða lið tvö ef um parakeppni er að ræða og svo koll af kolli, leikmaður 4 og lið 3, ef ekki er hægt að fá skorið úr um betra skor skiptast stig jafnt á milli liða. Stigagjöf er eftirfarandi:

1500/1200/1065/952,5/862,5/787,5/712,5/637,5/562,5/532,5/502,5/465/427,5/390
/360/330/300/270/240/210/180/150/120/90/60/30/0

* Innan mótaraðarinnar er einnig einstaklingskeppni. Punktar með forgjöf, hámark 36 hjá körlum og 40 hjá konum og höggleikur án forgjafar.  Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki.

* Auglýstir rástímar í hvert mót fyrir sig eru þeir rástímar sem keppendur verða að nota, ekki er leyfilegt að leika á öðrum tímum (engin undanþága er gefin).

* Verðlaun fyrir 1. sætið í öllum mótunum 5 er: Gjafabréf á völdum veitingastað eða sambærilegt. (Ef það eru 2 skráðir í liðið fær liðið gjafabréf fyrir 2 og ef það eru 3 skráðir þá fær liðið gjafabréf fyrir 3 os.frv.) Leikmaður liðs verður að hafa tekið þátt í minnst tveimur mótum til að fá verðlaun. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins eru veitt í hverju móti. Veitt eru verðlaun fyrir 10 efstu sætin í heildarstigakeppni liða.

* Við skráningu þarf að taka fram: Heiti liðs, nafn fyrirliða ásamt netfangi og símanúmeri.  Fullt nafn og auðkenni keppanda þeirra sem í liðinu eru. Skráning liða skal sendast á netfangið afgreidsla@oddur.is

*Mótsstjórn skipa: Valdimar Júlíusson héraðsdómari og formaður mótanefndar., Laufey Sigurðardóttir héraðsdómari, Svavar Geir Svavarsson, Sigríður Björnsdóttir og Ægir Vopni Ármannsson.

Mótin verða á eftirtöldum dögum:

Mót nr. 1: Mánudagurinn 8. júní. Rástímar frá 12.00 – 19.00
Rástímaskráning opnar 1. júní kl. 10.00
Leikfyrirkomulag: Punktakeppni tvö bestu skor telja.

Mót nr. 2: Mánudagurinn 29. júní. Rástímar frá 12.00 – 19.00
Rástímaskráning opnar 15. júní kl. 10.00
Leikfyrirkomulag: Betri bolti: Tveir saman í liði.
Betra skor á holu (punktar) telur.
 
Mótið nr. 3: mánudagurinn 20. júlí. Rástímar frá 12.00 – 19.00
Rástímaskráning opnar 12. júlí kl. 10.00
Leikfyrirkomulag:  Punktakeppni tvö bestu skor telja.
 
Mótið nr. 4: Mánudagurinn 10. ágúst. Rástímar frá 11.00 – 19.00
Rástímaskráning opnar 1. ágúst kl. 10.00
Leikfyrirkomulag:  Greensome: Besta skor pars telur. (punktar)
  
Mót nr. 5: Lokamótið: Laugardagurinn 12. September.
Rástímaskráning opnar 1. sept. kl. 10.00
Leikfyrirkomulag:  Punktakeppni 2 bestu skor telja.

Powerade-afbrigði: Dagsetning óákveðin. (allir teigar samtímis)
Allir liðsmenn mega spila. Í þessu móti verða keppendur að vera án liðsfélaga á rástíma. Keppt er í punktakeppni og telur besta skor liðsmanns (punktar) á hverri braut fyrir sig. Því fleiri sem keppa fyrir lið sitt því meiri möguleiki á flottu skori. Það má segja að verið sé að keppa í betri bolta en liðsfélagar vita ekki skor liðsfélaganna. Ekki er leyfinlegt að gefa öðrum í liðinu upp skor sitt. Upplýsingar um skor að móti loknu eru haldnar leyndar og það er ekki fyrr enn í lokahófi mótaraðarinnar sem úrslit verða kynnt. Glæsilegt uppskeruhóf að kvöldi lokamóts og verðlaunaafhending þar sem verðlaun eru glæsileg og veisluborð að hætti hússins í boði. Skemmtiatriði aldarinnar.

Sigurvegarar í liðakeppni GO 2019
Arnar Grant fór holu í höggi í fyrra í móti 5, skilaði ekki sigri en eftirminnilegt engu að síður
< Fleiri fréttir