10/12/2015
Nú líður að nýju ári og hefjum við hjá Golfklúbbnum Oddi innheimtu félagsgjalda eftir áramót hjá þeim félögum sem hafa skipt niður félagsgjaldinu í jafnar greiðslur.
Þeir félagar sem greiða með greiðslukorti, VISA, EURO eða Amex geta dreift greiðslum í 5 jafna hluta frá og með 1.janúar og er 3% þóknun af þeim viðskiptum en 5% af American Express kortum. Þeir sem vilja nýta sér þessa leið eða skiptu um greiðslukort frá síðasta greiðslutímabili eru vinsamlega beðnir um að koma kortaupplýsingum á skrifstofu Golfklúbbsins Odds í síma 565-9092 eða með tölvupósti á skrifstofa@oddur.is
Þeir sem ekki greiða með korti munu fá greiðsluseðil inn á heimabanka með gjalddaga 1. mars og eindaga þann 1. apríl.
Einnig bendum við á þá þjónustu sem Netgíró veitir en með Netgíró er hægt að skipta félagsgjaldinu upp í 12 jafnar mánaðarlega greiðslur. Nánar hér: https://www.netgiro.is/
Við hvetjum þá sem vilja gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi að hafa samband við okkur sem fyrst með tölvupósti á skrifstofa@oddur.is eða í síma 565-9092.
Félagsgjöld GO 2016 verða með eftirfarandi hætti:
Einstaklingar 20-67 ára | 103.000 kr.-
Einstaklingar 67 ára og eldri | 75.000 kr.-
Börn og unglingar að 20 ára aldri | 31.000 kr.-
– Tvö systkini | 42.000
– Þrjú systkini | 53.000
– Fjögur systkini | 64.000
Inngöngugjald | 15.000
Kær kveðja,
Starfsfólk GO