• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Innheimta félagsgjalda 2018

Nú líður að nýju ári og hefjum við hjá Golfklúbbnum Oddi innheimtu félagsgjalda.

Hjá þeim félögum sem greiða með greiðslukorti, VISA, EURO eða Amex verður greiðslum dreift í 5 jafna hluta frá og með 1. janúar og er 3% þóknun af þeim viðskiptum en 5% af American Express kortum.

Félagsmönnum stendur einnig til boða að greiða með Netgíró, sem er einföld og þægileg lausn ef þú vilt dreifa greiðslum sjálfur. Þú einfaldlega greiðir með  Netgíró og breytir í raðgreiðslur í  gegnum þjónustusíðu eða appið hjá Netgíró. Hægt er að kynna sér allt um Netgíró á heimasíðu netgíró og hafa samband við okkur í kjölfarið og ganga frá greiðslu. 

Sú nýbreytni verður einnig í ár að félagsgjald þeirra sem greiða í banka verður skipt upp í tvennt til hægðarauka fyrir félagsmenn.  Fyrri greiðsluseðill verður sendur út í janúar með gjalddaga 1. febrúar og sá síðari með gjalddaga 1. mars með eindaga 1. apríl.

Þeir sem vilja breyta greiðslufyrirkomulagi frá síðasta ári eða skipta um greiðslukort eru vinsamlega beðnir um að koma upplýsingum til skrifstofu Golfklúbbsins Odds með tölvupósti á oddur@oddur.is eða í síma 565-9092. 

 

Félagsgjald 2018 var samþykkt á aðalfundi 7. desember síðastaliðinn og er eftirfarandi:

Félagsgjöld GO 2018 Gjald
Félagsmenn 26-66 ára 114.900
Félagsmenn 67-84 ára 91.900
Félagsmenn 85 ára og eldri 34.500
Félagsmenn 18-25 ára 54.500
Börn og unglingar 17 ára og yngri 34.500
  ———
Systkinaafsláttur:  
– Tvö systkini 44.500
– Þrjú systkini 55.500
– Fjögur systkini 66.500
< Fleiri fréttir