• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA 2022

INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA FER Í GEGNUM GREIÐSLUKERFI NÓRA Á ODDUR.FELOG.IS

Á aðalfundi okkar var kynnt og samþykkt fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Félagsgjöld ársins 2022 hafa nú uppfærð inn í félagakerfi Nóra og verða innheimt skv. neðangreindu: 

Félagsmenn 17 ára og yngri, kr. 42.000
Félagsmenn 18-25 ára, kr. 70.000
Félagsmenn 26-66 ára, kr. 140.000
Félagsmenn 67-84 ára, kr. 112.000
Félagsmenn 85 ára og eldri, kr. 42.000


Golfklúbburinn Oddur notast við Nóra félagakerfið við skráningu og innheimtu félagsgjalda. Opnað hefur verið fyrir skráningar inn á https://oddur.felog.is/ og þurfa félagsmenn sem vilja dreifa greiðslum sjálfir allir að skrá sig þar inn til að ráðstafa greiðslufyrirkomulagi næsta árs.

Athugið að ef félagsmaður ráðstafar ekki greiðslu fyrir 17. janúar 2022 verða sendar út kröfur í tveimur hlutum í banka með gjalddaga 1. febrúar 2022 og 1. mars 2022.

Áfram er boðið upp á það greiðslufyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár – allt að 5 skipti með kröfum í banka eða 5 skipti með dreifingu á greiðslukort. Greiðsludreifing á kreditkort ber með sér 3% þjónustugjald og hver greiðslukrafa í banka 390 kr. greiðslugjald. Ef valin er ein greiðsla á greiðslukort bætist ekki við umsýslu- og þjónustugjald á upphæðina.

Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir 17. janúar þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 1500.

Myndband með leiðbeiningum um hvernig félagsgjöldum er ráðstafað má sjá hér

Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við skrifstofu klúbbsins alla virka daga frá kl. 09:00-16:00 í síma 5850050.

Golfklúbburinn Oddur

< Fleiri fréttir