30/12/2022
Golfklúbburinn Oddur hefur tekið í notkun nýtt greiðslukerfi fyrir innheimtu félagsgjalda og til að ganga frá greiðslu gjalda fyrir árið 2023 þarf að fara inn á slóðina https://xpsclubs.is/oddur/registration og smella á island.is þar sem val stendur um innskráningu með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka.
Greiðsluleiðir:Greiðslukort, – Greiðsluskipting í allt að 5 skipti
Krafa í heimabanka, – hægt að skipta í allt að 5 kröfur (athugið að kröfurnar birtast undir nafninu “Síminn Pay” í heimabanka
Eins og áður bætist við 3% umsýslu-og þjónustugjald á dreifingu með debit/kreditkortum og 95 kr. greiðslugjald á hverja færslu og á kröfur í heimabanka 395 króna seðilgjald per kröfu.
Ef valin er ein greiðsla á greiðslukort bætist ekki við umsýslu-og þjónustugjald á upphæðina.
Hafi engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu félagsmanna fyrir 15. janúar 2023 munu félagsgjöld verða innheimt með tveimur greiðsluseðlum með gjalddaga 1. febrúar 2023 og 1. mars 2023.
Ef óskað er breytinga á greiðslufyrirkomulagi eftir 15. janúar verður innheimt breytingargjald kr. 1.500.-
Vakni einhverjar spurningar varðandi félagsgjöld eða greiðslu þeirra er félagsmönnum bent á að hafa samband við skrifstofu GO í síma 585 0050 eða með tölvupósti á skrifstofa@oddur.is. Skrifstofan er opin alla virka daga á milli klukkan 9:00 og 16:00.
Á aðalfundi GO sem fram fór þann 6. desember síðastliðinn voru félagsgjöld ársins 2023 ákvörðuð og eru eftirfarandi:
Einstaklingar 26-66 ára: 155.000 kr
Einstaklingar 67-84 ára: 132.000 kr
Einstaklingar 18-25 ára 77.500 kr
Einstaklingar 85 ára og eldri 46.500 kr
Börn og unglingar 17 ára og yngri 46.500 kr
Hafi árgjald ekki verið greitt eða frá greiðslufyrirkomulagi gengið fyrir 1. apríl 2023 er félagsstjórn heimilt að fella viðkomandi af félagaskrá og taka inn félaga af biðlista í hans stað. Um 400 manns voru á biðlista 1. desember 2022.