• 1. Object
  • 2. Object

-5.6° - S 3.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót golfklúbba 1. deild kvenna 50 +

Íslandsmót golfklúbba í flokki kvenna +50 ára fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 24.-26. ágúst og þar áttum við glæsilega fulltrúa. Lið GO kvenna lék í A-riðli með sterkum sveitum GR, GKG og GS.

Lið GO var þannig skipað: Dídí Ásgeirsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Anna María Sigurðardóttir, Kristjana S. Þorsteinsdóttir, Ágústa Arna Grétarsdóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Aldís Björg Arnardóttir, Björg Þórarinsdóttir og Helga Björg Steinþórsdóttir. Liðsstjóri var Rögnvaldur Magnússon.

og í 1. umferð mættu okkar konur nágrönnum okkar í GKG og þar höfðu GKG konur sigur 4 -1.

Í 2. umferð var leikur við lið GR kvenna sem tapaðist 5 – 0 og því ljóst að síðasti leikur í riðlakeppni við lið GS myndi geta komið okkar konum í betri stöðu til að tryggja sæti okkar kvenna í deildinni sem varð raunin og okkar konur báru 4 -1 sigur úr býtum.

Í 4. umferð var leikur við lið Leyniskvenna og okkar konur voru staðráðnar í að koma sér í leik um 5. sætið og sýndi flottan leik og unnu 4 -1

Í leik um 5. sætið léku okkar konur við lið Nesklúbbsins og þar hafði Nesklúbburinn sigur og því ljóst að okkar konur myndu hafna í 6. sæti mótsins sem er flottur árangur.

Lokastaðan í mótinu varð svo eftirfarandi og það voru Keiliskonur sem sigruðu og við óskum þeim innilega til hamingju.

< Fleiri fréttir