• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót golfklúbba 2. deild karla

Golfklúbburinn Oddur á glæsilega fulltrúa á Íslandsmóti golfklúbba í karlaflokki sem spilað er dagana 19 – 21. júlí í 2. deild karla í Öndverðarnesi.

Lið GO hóf leik í byrjun vikunar og lék fyrst við lið heimamanna í Öndverðarnesi og höfðu okkar menn sigur í þeim leik 5 – 0, næsti leikur þeirra var við lið Fjallabyggðar þar sem okkar sveit hafði góðan sigur 3-2 og tryggði sig þannig inn í undanúrslit. Þriðji leikur í riðlinum var svo við lið Nesklúbbsins um það hvort liðið myndi sigra riðilinn og þar töpuðu okkar drengir 3-2. Í undanúrslitum mætti lið GO sterku liði Keilismanna sem nokkuð óvænt féllu í 2. deild í fyrra. Okkar menn sýndu baráttuhug og fóru með leikinn á 18 holu í 4 af 5 viðureignum en leikurinn féll Keilismegin og þeir höfðu sigur 4-1. Í leik um þriðja sætið mættu okkar menn liði Nesklúbbsins aftur og Nesklúbburinn hafði sigur 4,5 – 0,5 vinningi. Okkar menn urðu því að láta sér 4 sætið duga í ár, Keilismenn báru sigur úr býtum og við óskum þeim til hamingju með sætið í 1. deild.

< Fleiri fréttir