• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót golfklúbba 2. deild karla

Lið GO tók þátt í Íslandsmóti golfklúbba í meistaraflokkum karla og lék okkar lið í 2. deild og keppt var á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni.

Lið GO var svo skipað.
Rögnvaldur Magnússon, Tómas Sigurðsson, Skúli Ágúst Arnarson, Axel Óli Sigurjónsson, Bergur Dan Gunnarsson, Birkir Þór Baldursson, Ottó Axel Bjartmarz og Bjarki Þór Davíðsson. Liðsstjóri var Óskar Bjarni Ingason.

Lið GO var í A-riðli með liðum GKB (Kiðjaberg), GSE (Setberg) og liði GSS ( Skagafjarðar). Eftir hörkuleiki í riðlakeppni enduðu okkar kappar í þriðja sæti og því hófst keppni við lið Nesklúbbsins, Kiðjabergs og Fjallabyggðar um að halda sér í deildinni. Lið GO fyrst við lið Fjallabyggðar og hafði þar góðan sigur og tryggði sér um leið sæti í deildinni og leik um 5. sætið við lið Nesklúbbsins

Leikurinn um 5. sætið var spennandi en Nesklúbburinn hafði þó nokkuð öruggan sigur 4 -1 á endanum og því ljóst að 6. sætið var okkar manna í ár.

< Fleiri fréttir