• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót Golfkúbba. 1. deild kvenna

GO konur tryggðu sæti sitt í efstu deild kvenna með góðum sigri á Nesklúbbnum í lokaleik á Íslandsmóti golfklúbba sem lauk í dag. Mótið var haldið á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja við einstaklega góðar aðstæður þó leirulognið hafi bæði farið hratt yfir og hægt.

Lið GO skipuðu þær Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Auður Björt Skúladóttir, Auður Skúladóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Etna Sigurðardóttir, Birgitta Ösp Einarsdóttir, Eydís Inga Einarsdóttir og Helena Kristín Brynjólfsdóttir. Liðstjóri var Giovanna Steinvör Cuda og Phill Hunter fylgdi liðinu alla keppnisdaga.

Hér fyrir neðan má skoða allar umferðir og einnig er hægt að smella á þessa slóð til að renna yfir úrslit allra leikja. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði mótið og við óskum þeim innilega til hamingju.

Smellið hér fyrir öll úrslit og yfirlit leikja.

Auður Björt að pútt fyrir sigri í leiknum sem hafnaði í miðri holu.

Auður Björt með pútt fyrir sigri sem hafnaði í miðri holu

< Fleiri fréttir