10/08/2023
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar sló fyrsta högg Íslandsmótsins í golfi á Urriðavelli í dag þegar mótið var formlega sett áður en fyrsti keppandi mótsins Valur Snær Guðmundsson var kallaður á teig til að hefja leik. Áður en Almar tók fyrsta höggið bauð Kári Sölmundarson keppendur velkomna til leiks og afhendi svo formlega Huldu Bjarnadóttur forseta GSÍ völlinn til afnota fyrir Íslandsmótið í golfi 2023.
Hægt er að fylgjast með stöðu mála í mótinu á þessari slóð hér
Við getum ennþá bætt við sjálfboðaliðum í hin ýmsu störf svo við værum innilega þakklát ef einhverjir sjá sér fært að kíkja við og taka vakt. Hægt er að senda tölvupóst á laufeysig@gmail.com eða bara kíkja á svæðið og við finnum stað fyrir gott fólk.