• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) – Golfklúbburinn Oddur

Golfklúbburinn Oddur tekur þátt í Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er 23. – 30. september í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive. Til að hvetja kylfinga til að spila golf og hreyfa sig lækkum við flatargjald á Ljúfling um 50 % út þessa viku og sérstakt haustgjald tekur gildi á Urriðavöll (4500 kr)

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Í ár mun Almenningsíþróttasvið ÍSÍ í samstarfi við íþróttahéruð landsins skipuleggja íþróttaviku Evrópu um allt land og sveitafélag okkar Garðabær er þátttakandi í því og því er þetta framlag okkar til að stuðla að aukinni hreyfingu.

Hér má skoða heimasíðu BeActive www.beactive.is og svo erum við líka á Facebook https://www.facebook.com/beactiveiceland


< Fleiri fréttir