04/09/2018
Við getum varla sagt að þetta sé undir heppni komið hjá séra Hjálmari þegar kemur að því að fara holu í höggi enda var þetta í þriðja sinn sem hann afrekar að fara hölu í höggi og eins og glöggir muna eflaust þá eru einungis rétt um þrjár vikur síðan hann afrekaði það síðast á 4. braut Urriðavallar. Að þessu sinni valdi hann 8. brautina á Urriðavelli til verksins og við óskum honum að sjálfsögðu innilega til hamingju með afrekið og eigum væntanlega von á því að stutt sé í að hann endurtaki leikinn.