• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Jólahlaðborð GO 2015

Jólahlaðborð Golfklúbbsins Odds mun fara fram þann 5. desember næstkomandi. Ákveðið var að brydda upp á þessari nýjung á síðasta ári og þótti heppnast feikilega vel. Varla er hægt að byrja jólamánuðinn betur en með að mæta í jólahlaðborð í okkar einstaka umhverfi á Urriðavelli.

Verði er stillt í hóf og kostar aðeins 5.900 kr.- á mann. Við viljum endilega hvetja sem flesta til að skrá sig og lýkur skráningu þann 1. desember. Hægt er að skrá sig hér neðar á síðunni. Nánari dagskrá verður kynnt síðar en hér að neðan má sjá matseðilinn á hlaðborðinu. Nikki og Pála munu töfra fram frábæran jólamat ásamt sínu starfsfólki.

MATSEÐILL Á JÓLAHLAÐBORÐI GO 2015:
– Laufabrauð
– Rúgbrauð
– Reyktur lax
– Grafinn lax
– Jólasíld
– Rækjuréttur
– Piparrótarsósa
– Sinnepssósa

– Hangikjöt
– Hamborgarhryggur
– Hunangs- og Appelsínugljáður Kalkúnn
– Svína purusteik
– Sykurbrúnaðar kartöflur
– Uppstúf
– Waldorf salat
– Rauðkál og grænar
– Sætar kartöflur, epli og salvía.
– Sveppasósa
– Portvínssósa

– Marengs Pavlova með jarðarberjum og rjóma
– Kaffi og konfekt

< Fleiri fréttir