• 1. Object
  • 2. Object

-2.4° - NNA 2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Jón Otti Sigurðsson – Heiðursfélagi GO látinn

Jón Otti Sigurðsson-Minningarorð

Jarðsunginn verður í dag einn af frumkvöðlum og brautryðjendum við gerð Urriðavallar og stofnun Golfklúbbsins Odds.  Jón Otti Sigurðsson var í fararbroddi manna sem lögðu til að land í eigu Oddfellow hreyfingarinnar yrði nýtt til gerð golfvallar og fyrir aðra útivist í Urriðavatnsdölum.  Hann fylgdi hugmyndinni eftir og vann að verkefninu ötullega, m.a. með gerð svonefndar „Hvítbókar“ þar sem jarðfræði- og vistfræðirannsóknum svæðisins voru gerð skil sem og sýn á skipulag og nýtingu.  Þessi vinna hefur verið leiðarstefið í allri uppbyggingu svæðisins síðan.  Það var því við hæfi að Jón Otti fengi þann heiður að taka fyrsta högg á verðandi Urriðavelli áður en vinnuvélar voru ræstar. Hefur því verið lýst þannig að Jón Otti hafi tekið upp 5 járn og slegið glæsilegt högg að viðstöddu fjölmenni.

Jón Otti var stöðugt vakandi og áhugasamur um framgang klúbbsins og lagði til að mynda hendur á árar í vinnu við stækkun vallarins úr 18 holum í 27 meðan heilsa leyfði. Nú hillir undir að sú sýn og vinna verði að veruleika.  Verk hans má líka sjá með öðrum hætti á vellinum.  Skógrækt vallarins var honum hugleikin og hann hannaði og lét smíða bekkina sem félagar í Oddi og aðrir kylfingar tilla sér gjarnan á við teiga vallarins.  Fyrir 10 árum síðan, á 20 ára afmæli GO, var Jón Otti sæmdur gullmerki félagsins í þakklætis og virðingarskyni fyrir hans mikla framlag til klúbbsins.  Við kveðjum nú fallinn félaga sem mótaði leiðina sem við félagar í Oddi höfum notið ríkulega síðastliðin 30 ár.  Ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur.

< Fleiri fréttir