• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Kári Sölmundarson endurkjörinn formaður GO

Það var nokkur endurnýjun í stjórn Golfklúbbsins Odds á nýliðnum aðalfundi sem haldinn var í golfskálanum á Urriðavelli. Kári Sölmundarson var endurkjörinn formaður, í stjórn sat áfram Auðunn Örn Gylfason og endurkjörin til tveggja ára var Berglind Rut Hilmarsdóttir en hún hlaut glæsilega kosningu með 49 af 63 mögulegum atkvæðum. Inn í aðalstjórn til tveggja ára kemur Giovanna Steinvör Cuda ný inn en hún hlaut 33 atkvæði á fundinum. Til eins árs í aðalstjórn var Jón S. Garðarsson kosinn en hann hefur verið í varastjórn undanfarin ár. Tveir nýir stjórnarmenn koma inn í varastjórn en með lagabreytingu var varamönnum í stjórn fjölgað í tvo, þau Guðrún Símonardóttir og Páll Þórir Pálsson taka því sæti í stjórninni.

< Fleiri fréttir