• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Karlalið GO hélt velli í 2. deild karla í Eyjum

Það var góður baráttusigur okkar karlaliðs í seinni leiks dagins í dag gegn liðið Ísafjarðar (GÍ) sem skilaði okkar mönnum í öruggt sæti fyrir lokadag og hagstæð úrslit annara leikja komu okkar mönnum í þá stöðu að vera að keppa um fimmta sætið þar sem jafntefli ætti að duga okkar mönnum en vissulega ætla Oddsdrengir að sýna piltunum af nesinu í NK hvernig leika skal völlinn í Vestmannaeyjum og sendum við þeim góða strauma.

Í morgunleik dagsins mættu okkar menn góðu liði Selfoss sem vann leikinn nokkuð örugglega 5 – 0 og settu þar með okkar menn upp við vegg sem þeir sýndu að þeir höfðu dug í að klára með stæl sem þeir og gerðu eins og að ofan lýsir.

Við óskum okkar mönnum til hamingju með að vera áfram í 2. deild og stefnum hraðbyri á að komast í 1. deild að ári.

< Fleiri fréttir