• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Afreksstarf kvenna og karla (meistaraflokkar)

Boðað er í æfingahópa í meistaraflokkum karla og kvenna á hverju hausti eða í upphafi árs þar sem við reynum að koma þeim hópum fyrir á æfingaáætlun yfir vetrartímann og æfingar halda svo áfram yfir sumarið. Skilyrði fyrir því að æfa á vegum félagsins er að kylfingarnir gefi kost á sér í keppnislið GO ef þeir eru valdir.

Þar sem okkur er þröngur stakkur búinn í æfingum yfir vetrartímann þá reynum við að miða val í æfingahópa við að fyrst er valið úr þeim hópi sem skipaði liðið á keppnistímabilinu á undan og forgjöf ræður einnig vali sérstaklega þegar nýjum aðilum er bætt í hópinn. 
Til að halda áfram uppbyggingu eða viðhalda æfingahópi kvenna höfum við haldið úti æfingum fyrir yngri konur sem eru hluti af meistaraflokki kvenna og valið er í þann hóp af Golfakademíu Odds og íþróttastjóra GO. 

Allir kylfingar sem skráðir eru í GO geta spilað sig inn í keppnissveitir Odds. Á hverju sumri geta kylfingar tekið þátt í þeim mótum sem tekin eru til viðmiðunar við val í keppnissveitina. Undanfarin ár hefur verið tekið mið af Meistaramóti GO í meistaraflokki karla, meistaraflokki kvenna og 1. flokki kvenna. 

Til upplýsinga þá eru hér þær reglur um val í keppnissveit sem hafðar eru til viðmiðunar ef með þarf eftirfarandi:

Reglur við val í keppnissveitir kylfinga kvenna og karla í meistaraflokkum:

8 kylfinga sveit:
Efstu TVEIR leikmenn á stigalista GSÍ að loknu síðasta móti fyrir Íslandsmót golfklúbba skipa fyrstu tvö sætin. *
Efstu ÞRÍR leikmenn á Meistaramóti GO mfl. karla skipa næstu þrjú sæti og bestu þrjú skor í mfl. kvenna/1.fl kvenna.
Síðustu þrjú sætin í sveitina eru valin af afreksnefnd og þjálfurum. Ef reglugerðarbreytingar hjá GSÍ heimila 9 leikmann í liði þá er sá aðilinn valinn inn af afreksnefnd og þjálfurum. 
Verði sömu leikmenn í efstu sætum í þeim mótum sem velja skal úr, mun afreksnefnd og þjálfarar velja þá leikmenn sem skipa skulu sveit til að fylla upp í keppnissveit.
*leikmenn þurfa að vera á topp 40 á stigalista karla GSÍ og topp 20 lista hjá konum. 

6 kylfinga sveit:
Efsti leikmaður á stigalista GSÍ að loknu síðasta móti fyrir Íslandsmót golfklúbba skipar fyrsta sætið. *
Efstu ÞRÍR leikmenn á Meistaramóti GO mfl. karla skipa næstu þrjú sæti. og bestu þrjú skor í mfl. kvenna/1.fl kvenna
Síðustu tvö sætin í sveitina eru valin af afreksnefnd og þjálfurum. 
Verði sömu leikmenn í efstu sætum í þeim mótum sem velja skal úr, mun afreksnefnd og þjálfarar velja þá leikmenn sem skipa skulu sveit til að fylla upp í keppnissveit.
*leikmenn þurfa að vera á topp 40 á stigalista karla GSÍ
 og topp 20 lista hjá konum

Afreksnefnd vill hvetja þá kylfinga sem telja sig eiga erindi í keppnissveitir til að taka þátt í þeim mótum sem gilda til vals í keppnissveitir. Þeim kylfingum sem telja sig eiga heima í æfingahóp er velkomið að vera í sambandi við íþróttastjóra GO hrafnhildur@oddur.is og málið verður skoðað með viðkomandi leikmanni.    

Kv. Afreksnefnd GO