• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Keppnissveitir eldri kylfinga GO

Allir eldri kylfingar sem skráðir eru í GO geta spilað sig inn í Öldungasveitir Odds.  Aldursviðmið er konur 50 + og Karlar 50 + eins og reglur GSÍ segja til um. Við val í keppnissveitir eru miðað við eftirfarandi upplýsingar:

Reglur við val í keppnissveitir eldri kylfinga kvenna og karla:

9 kylfinga sveit:
Efstu ÞRÍR leikmenn á stigalista LEK eftir íslandsmót skipa fyrstu þrjú sætin.
Efstu TVEIR leikmenn á Meistaramóti GO skipa næstu tvö sæti. Val í þessi sæti skal miða við punkta leikmanns án forgjafar, tveir bestu hringir kylfinga telja.
Efstu TVEIR leikmenn á Úrtökumóti Eldri kylfinga. Tvö bestu mót af fjórum telja. Val í þessi sæti skal miða við punkta leikmanns án forgjafar.
Síðustu tvö sætin í sveitina eru valin af afreksnefnd og þjálfurum.

Verði sömu leikmenn í efstu sætum í þeim mótum sem velja skal úr, mun afreksnefnd og MP Golf velja þá leikmenn sem skipa skulu sveit til að fylla upp í keppnissveit. Fyrst er valið úr meistaramóti, næst úr Lek og svo úr Úrtökumóti, röðin er svo endurtekin til að velja fyrstu 7 leikmenn.

6 kylfinga sveit:
Efstu TVEIR leikmenn á stigalista LEK eftir íslandsmót skipa fyrstu tvö sætin.
Efstu leikmenn á Meistaramót GO og Úrtökumóti Eldri kylfinga skipa næstu tvö sæti. Skal taka til viðmiðunar tvo bestu hringi úr meistaramóti og tvö bestu úr Úrtökumóti. Val í þessi sæti skal miða við punkta leikmanns án forgjafar.
Síðustu tvö sætin í sveitina eru valin af afreksnefnd og þjálfurum.

Verði sömu leikmenn í efstu sætum í þeim mótum sem velja skal úr, mun afreksnefnd og MP Golf velja þá leikmenn sem skipa skulu sveit til að fylla upp í keppnissveit. Fyrst er valið úr meistaramóti og næst úr Lek til að skipa fjögur sæti.

Úrtökumót fyrir keppnissveiti eldri kylfinga karla og kvenna – fjögur mót verða í boði og telja tvö bestu mót kylfings, punktar án forgjafar.

Varðandi meistarmót 2016, gert er ráð fyrir að flokkar 50 + verði settir á dagskrá mótsins fyrstu þrjá keppnisdagana (sunnudag, mánudag og þriðjudag) til að skapa svigrúm til þátttöku í Meistaramóti og Íslandsmóti eldri kylfinga.

Mótstímar: (með fyrirvara um breytingar)
1. Júní, miðvikudagur rástímar frá 17:00 – 18:30
14. Júní, þriðjudagur rástímar frá 16:30 – 18:00
22. Júní, miðvikudagur rástímar frá 16:30 – 18:00
29. Júní, miðvikudagur rástímar frá 16:30 – 18:00

Afreksnefnd vill hvetja þá kylfinga sem telja sig eiga erindi í keppnissveitir til að taka þátt í þeim mótum sem gilda til vals í keppnissveitir. Við viljum einnig óska eftir því að einungis þeir sem vissulega gefa kost á sér í sveitir séu að nýta sér úrtökumótin sem haldin eru hér á Urriðavelli á virkum dögum eins og hér að ofan er greint frá.      

Kv. Afreksnefnd GO

< Fleiri fréttir