• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Kjörnefnd GO auglýsir eftir framboðum í stjórn skv. lögum Golfklúbbsins.

Samkvæmt 10. grein laga GO skulu tilkynningar um framboð til embætta berast skrifstofu Golfklúbbsins Odds, eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Á aðalfundi 2024 verður kosið til eftirfarandi embætta
 
– formanns til eins árs
– tveggja stjórnarmanna til tveggja ára
– tveggja varamanna til eins árs.

Aðalstjórn
Kári H. Sölmundarson, gefur áfram kost á sér til formanns stjórnar

Berglind Rut Hilmarsdóttir og Giovanna Steinvör Cuda, eru að ljúka 2ja ára stjórnarsetu og gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. 

Jón S. Garðarsson og Páll Þórir Pálsson voru kosnir til 2ja ára stjórnarsetu á aðalfundi 2023 og eru því ekki í kjöri að þessu sinni.

Varastjórn
Guðrún Símonardóttir gefur áfram kost á sér til varamanns í stjórn til eins árs
Ágúst Valgeirsson gefur áfram kost á sér til varamanns í stjórn til eins árs

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórnarkjör skulu tilkynna framboð sitt til skrifstofu GO á netfangið skrifstofa@oddur.is fyrir 23. nóvember 2024

Kjörnefnd GO,
Gunnar Viðar
Kristjana S. Þorsteinsdóttir
Hilmar Vilhjálmsson 

< Fleiri fréttir