• 1. Object
  • 2. Object

-1.9° - NA 4.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Kveðja frá formanni

Kæri félagsmaður,

Nú er Evrópumóti kvennalandsliða á Urriðavelli lokið. Framkvæmd mótsins gekk frammúrskarandi vel og var okkur öllum til mikils sóma. Keppendur og liðsstjórar voru mjög ánægðir með aðstæður og alla umgjörð.

Á leikjum Íslands á EM í knattspyrnu var blátt haf áhorfenda en á Urriðavelli í síðustu viku var grænt haf sjálfboðaliða sem stóðu vaktina um allan völl í fjölbreyttum störfum. Um 70 félagsmenn komu að framkvæmd mótsins auk starfsmanna. Það er mikill auður fyrir klúbbinn okkar að eiga fólk sem er tilbúið til að leggja mikið af mörkum til þess að takast á við risaverkefni eins og Evrópumótið var. Eftir því var tekið.

Fyrir hönd stjórnar færi ég starfsmönnum og sjálfboðaliðum okkar bestu þakkir fyrir ykkar mikla framlag við að gera mótið jafn glæsilegt og raun bar vitni.

Nú er hafið Meistaramót klúbbsins, hápunktur ársins í félagsstarfinu. Ég óska öllum keppendum góðs gengis og vonast til að sjá sem flesta á lokahófinu á föstudagskvöld.

Ingi Þór Hermannsson
formaður Golfklúbbsins Odds

13613323_1074084182670789_102282448687753284_o 13641139_1074084069337467_3055273293971618832_o 13585105_1074083082670899_8201580695142696900_o 13661795_1074082406004300_5482110413788175167_o 13603748_1074077866004754_3259910264457013437_o 13669117_1186542438043053_547916883884653273_n

< Fleiri fréttir