09/03/2017
Það styttist heldur betur í fjörið hjá okkar konum í Golfklúbbnum Oddi. Föstudaginn 17. mars fer fram hið rómaða kvennakvöld Oddskvenna í golfskálanum á Urriðavelli. Við hvetjum allar konur í klúbbnum að sjálfsögðu til þess að taka þátt í þessari skemmtun og velkomið er að bjóða með sér gestum óháð klúbbaðild. Allar upplýsingar um viðburðinn er hægt að finna hér fyrir neðan.
Kvöldið er tilvalinn vettvangur til að hittast og skemmta sér saman og ekki síður til þess að kynnast nýjum spilafélögum.
Verð kr. 5.500.-
Staðfestið þátttöku með greiðslu inn á reikning 526-14-405012, kennitala: 300449-2209 og sendið tölvupóst á engilberts@simnet.is