09/10/2017
Tryggvi Ölver vallarstjóri vill ítreka mikilvægi þess að kylfingar gangi vel um völlinn á þessum árstíma sérstaklega þar sem völlurinn er mjög viðkvæmur og tími í endurheimt fyrir grasið er lítill sem enginn en við getum alltaf gert okkar til að auka möguleika vallarins á að ná sér eftir okkar umgang.
Það sem þarf að gera er að sækja torfuna og koma henni haganlega fyrir í sárinu, stíga torfuna niður svo moldin sem er á torfunni og moldin sem undir eru nái saman. Einnig þurfum við að ganga vel um flatir vallarins og laga boltaför eins og enginn sé morgundagurinn.