• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Kynning fyrir nýliða, sunnudaginn 3. júní milli 10:00 – 12:00

Það byrja allir sem nýliðar í GO hvort sem það er á þann veg að kylfingurinn er nýr í golfi eða kemur úr öðrum klúbbi.

Við viljum að öllum líði vel hjá okkur og höfum metnað til þess að byggja upp góða kylfinga til framtíðar og því er það hluti af því að bjóða alla velkomna að bjóða upp á stutta kynningu á starfi okkar og ætlum við og Golf Akademía Odds að taka á móti nýjum félagsmönnum hér sunnudaginn 3. júní klukkan 10:00 og fara yfir nokkur grunntök í golftækni, kynna helstu golfreglur og siðareglur ásamt léttri kynningu á svæðinu bæði á velli og í golfskála.  

Það er von okkar að þetta verði til þess að okkar nýliðum líði vel á golfvellinum og fyrir klúbbinn skilar þetta ánægðari kylfingum, betri umgengni, bættum leikhraða og öryggi.
Við gerum ráð fyrir að kynningin standi á milli 10:00 – 12:00 og hvetjum þá félagsmenn í Oddi sem telja sig vera nýliða til að mæta. Mæting er við golfskálann. 

< Fleiri fréttir