• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Kynningarfundur um stækkun Urriðavallar

Miðvikudagskvöldið 8. september hélt Golfklúbburinn Oddur kynningarfund fyrir félagsmenn um stækkun Urriðavallar. Fundurinn var gífurlega vel sóttur og fundinum var einnig varpað beint á facebook þar sem fjöldi félagsmanna fylgdist einnig með.

Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri GO setti fundinn og tók að sér fundarstjórn og bauð Steindór Gunnlaugsson formann styrktar og líknarsjóðs Oddfellowa velkominn fyrst í pontu. Steindór talaði um að stækkun golfvallarins og þróun svæðisins til almennar útivistar ætti sér langa sögu en frá árinu 2014 hafi verkefnið farið almennilega af stað með ríkri áhersla á verndun svæðisins og að halda áfram því góða starfi sem umhirða núverandi golfvallar og svæðisins bæri vott af. Umhverfisstofnun og náttúrufræðistofnun ásamt fulltrúum frá stjórnsýslunni hafi verið hafðir með í ráðum og fundum. Sýn styrktar og líknarsjóðs Oddfellowa hafi ávallt verið að opna landið fyrir almenningi, byggja það upp með góðu stígakerfi og hafa stækkun golfvallarins sem hluta af þeirri mynd og hingað til hafi verkefnið fengið góðar umsagnir þessara aðila.

Steindór rakti svo að deiliskipulag hafi verið sett í loftið fyrir um ári opinberlega ásamt áformum um friðlýstan fólkvang. Þetta yrði fyrsti fólkvangur í einkaeigu og að þetta hafi verið gert að frumkvæði landeiganda. Eftir fyrstu kynningu eða auglýsingatíma fór nánari deiluskipulagsvinna í gang og svæðið teiknað í heild, fjölbreyttir útivistarmöguleikar eiga að eiga sér svæði/afþrep innan svæðisins, hvort sem það eru golfarar eða gangandi, hjólandi eða hlaupandi vegfarendur.

Í dag er tillaga á svokölluðu vinnslustigi klár og beðið er eftir því að stjórnsýsla Garðabæjar taki við þeirri tillögu og vonir standi til að það gangi í gegn fljótt og vel. Vandað hefur verið til verks með því að láta náttúru njóta vafans og náttúruminjar fá að njóta sýn og almenningur allur sem aðgengi fengi að svæðinu.

Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallarhönnuður var svo næstur í ræðustól og fór hann yfir vallarhönnunina og þá vinnu sem lögðu hefur verið í verkið á undanförnum áratug að segja má. Mesta vinnan hefur þó verið unnin síðustu þrjú ár og Edwin sýndi fundargestum margar sviðsmyndir sem komið hafa fram á þessum tíma og leitt hafa hönnun í þá átt sem birt hefur verið og sýnd var á fundinum.

Eftir góða klukkustundar kynningu Edwins tók Kári Haraldur Sölmundarson formaður GO til máls og þakkaði fyrir þá góðu vinnu sem starfsmenn GO hafa leitt í samstarfi við landeiganda, styrktar og líknarsjóð Oddfellowa og vinnuhóp frá þeim sem skipaður var þeim Ingjaldi Ásvaldssyni, Hlöðveri Kjartanssyni og Júlíusi Rafnssyni. Að verkefninu komu einnig fulltrúar verkfræðistofunar ALTA sem hafa séð um samskipti við hið opinbera og unnið að skipulagi göngustíga enda rík áhersla lögð á að gera svæðið skemmtilegt og áhugavert bæði fyrir golfara og almenning allan.

Það kom fram í máli Kára að stækkun vallarins verður alfarið í landi sem Oddfellowhreyfingin er eigandi að og ofan við þá línu sem til stendur að byggja á. Landeigandinn vill einnig opna svæðið, með stígagerð sem á öruggan máta þræðir sig um svæðið og golfvöllinn. Hér væri um stórkostlega gjöf til íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að ræða. Eina hindrunin sem er í vegi að hafist verði handa, er að bæjarstjórn Garðarbæjar setur sig upp á móti því að skipulagið verði tekið til meðferðar á lýðræðislega máta. Hvenær hefur það gerst að sveitarfélag hefur afþakkað hvílíka gjöf sagði Kári.

Kári hvatti að lokum fundargesti til að tala máli klúbbsins, ýta á bæjaryfirvöld og hjálpa okkur að koma þessu í lýðræðislega umfjöllun og farveg, það væri eina leiðin til að hægt sé að koma öllum sjónarmiðum að og fá þessu verkefni brautargengi.

Fundurinn var sendur út beint á facebook og hægt er að smella á þennan hlekk hér til að hlusta á fundinn.

KYNNINGARFUNDUR UM STÆKKUN URRIÐAVALLAR

< Fleiri fréttir