• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

The Lava Challenge 2017 – Úrslit og myndir

Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbburinn Keilir tóku höndum saman og stóðu fyrir The Lava Challenge miðnæturgolfmótinu sem fram fór á golfvöllum klúbbanna dagana 20 – 21.júní.

Til leiks mættu um 60 keppendur, þar af 34 erlendir kylfingar en The Lava Challenge golfmótið er sérstaklega ætlað erlendum kylfingum. Þessi góði hópur erlendu kylfinga voru hluti af The Friars Golf Club sem er golfklúbbur sem hefur það að meginmarkmiðið að ferðast og leika golf þar sem gleði og golf eiga að fara saman eða eins og þeir segja sjálfir á sinni facebook síðu

” The Friars is not your typical golf club. We travel to find great golf experiences. We understand that the game of golf is about camaraderie and fun.” 

Það má segja að veðurguðirnir hafi ákveðið að láta aðeins reyna á kylfingana og þá sérstaklega þegar Keilisvöllur var leikinn en sú umferð fór fram við erfiðar aðstæður en það var aðdáunarvert að sjá alla keppendur kljást við völlinn og aðstæðurnar, ákveðið var að hætta leik um miðnætti þar þegar flestir voru komnir 10-14 holur, einhverjir kláruðu þó en mótstjórn ákvað að seinni dagur mótsins á Urriðavelli yrði látinn ráða för hvað úrslit varðaði í mótinu þetta árið. Það voru heldur betur mildari aðstæður á Urriðavelli seinni hringinn og keppendur gátu því aðeins reynt að njóta vallarins og umhverfisins á urriðavelli, við hefðum vissulega kosið að geta boðið upp á kvöldsól og kyrrð og ró en erum þess fullvissir að það verði þannig á næsta ári en stefnt er að því að mótið verði árviss viðburður.

Keppt var í höggleik um titilinn The Lava Challenge Champion og sigurvegari þar var Matt Hafer en hann lék völlinn á 77 höggum. Einnig var keppt í punktakeppni og veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti þar var Jón Júlíus Karlsson á 34 punktum , í öðru sæti var Andrew Synnott Jr á 37 punktum og í fyrsta sæti var Michael Synnott á 41 punkti. 

 

Nafn mótsins, The Lava Challenge, er dregið til hraunsins sem setur sterkan svip á Hvaleyrarvöll og Urriðavöll. Í gegnum tíðina hafa erlendir kylfingar dásamað upplifun sína af því að leika golf í íslensku hrauni og tilvalið tækifæri fyrir erlenda kylfinga að keppa í alþjóðlegu golfmóti á þessum tveimur völlum þar sem hraunið kemur svo sannarlega við sögu. Mótið verður að sjálfsögðu haldið aftur á næsta ári og eru dagsetningar ákveðnar þar 19 – 20. júní, við vonandi verðum þá með helmingi fleirri erlenda keppendur sem og íslenska fulltrúa. 

 

Hægt er að nálgast myndasafn frá mótinu á facebook síðu GO. 

 

 

 

< Fleiri fréttir