• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lek mót Golfklúbba 65+

Við eigum flotta fulltrúa á LEK móti Golfklúbba í aldursflokkum 65+ sem fram fara dagana 13- 14. ágúst. 

Kvennalið GO leikur í 1. deild og fer mótið fram á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysu hjá GVS. Þrjár umferðir fóru fram á fyrsta leikdegi þar sem veðurspá fyrir seinni keppnisdag er ekki spennandi og því var bætt við aukaumferð. 
Í 1. umferð mættu okkar konur liði Nesklúbbsins og þar fóru leikar 2-1 fyrir Nesklúbbnum í hörkuleik sem réðist nánast á síðustu holu. Í 2. umferð mætti lið GO nágrönnum okkar í GKG og þar höfðu GKG konur betur 2-1. Í 3. umferð náðu okkar konur svo góðum sigri á liði Leynis frá Akranesi og þar höfðu GO konur betur með 2,5 vinningi gegn 0,5. 
Hægt er að fylgjast með okkar konum með því að smella á þennan hlekk hér –  úrslit og staða í 65+ kvenna

Lið GO kvenna skipa þær:

Björg Þórarinsdóttir
Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir
Snjólaug Bjarnadóttir
Magnhildur Baldursdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Kristín Erna Guðmundsdóttir 
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, liðsstjóri

 

Karlalið GO leikur í 2. deild karla og þeir áttu frábæran dag á fyrsta leikdegi. Hjá þeim voru einnig leiknar þrjár umferðir í dag og okkar menn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla umferðir. 
í 1. umferð mættu þeir liði Golfklúbbs Flúða og þar höfðu okkar menn sigur 2,5 – 0,5, í umferð 2. mættu okkar menn liði Selfoss og sigruðu leikinn 2-1 og í lokaumferð dagsins mættu okkar menn liði Leynis þar sem leikar fóru einnig 2-1 fyrir okkar menn.
Hægt er að fylgjast með okkar mönnum með því að smella á þennan hlekk hér – úrslit og staða í 65+ karla

Lið GO karla skipa þeir

Ægir Vopni Ármannsson, liðsstjóri
Ragnar Gíslason
Þór Geirsson
Gunnlaugur Magnússon
Guðmundur Ragnarsson
Jóhannes Rúnar Magnússon

Við óskum okkar fólki alls hins besta og sendum þeim góða strauma. 

< Fleiri fréttir