• 1. Object
  • 2. Object

-3.6° - ANA 3.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Liðakeppni GO – Besti boltinn, mótið sem aldrei var leikið en það eru komin úrslit.

Í sumar var ætlunin að halda aukamót í mótaröð GO þar sem ætlunin var að leika afbrigði af Besta bolta. Mótið átti að vera þannig uppsett að einungis einn leikmaður í hverju liði léki í ráshóp og leitað yrði að besta skori liðs á hverri holu fyrir sig. Því fleiri leikmenn liðsins sem skráðir voru til leiks gæfu því betri möguleika á góðu skori liðsins.

Þar sem veðurfar og covid aðstæður voru mótahaldi að mörgu leiti óhagstæð ákváð Valdimar mótanefndarformaður að týna Besta bolta úrslit út úr lokamóti mótaraðarinnar og fá þannig fram óformlega besta bolta meistara liða í GO.

Þegar allt hafði því verið talið var það lið FUGLAVINA sem sigraði í þessu óformlega móti með besta skor upp á 50 punkta en keppnin var jöfn og spennandi, svona eftirá spennandi alla veganna, en nokkur lið fylgdu fast á eftir og á 49 punktum voru formlegir sigurvegarar í mótaröðinni lið Fyrirsætanna og svo all mörg lið með 48 punkta þar sem þurfti að skera úr með skrifstofubráðabana til að raða í næstu sæti.

Sigurvegarar eiga verðlaun í golfskála – 6 pokar af hreinlætisvörum frá TANDUR sem hægt er að vitja til 1. nóvember en eftir það notuð við það að sjálfsögðu til að þrífa skálann.

Hérna fyrir neðan má sjá skjal með úrslitum og vonandi tekst okkur að koma þessu móti fyrir á næsta ári.

Lidakeppni-GO-besta-skor-á-holu

< Fleiri fréttir