• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Liðakeppni GO – staðan eftir fyrstu umferð

Það var frábær þátttaka í fyrsta móti á mótaröð GO í ár en alls eru 38 lið skráð til leiks og 33 þeirra mættu og reyndu að berjast um stigin sem í boði voru í fyrsta mótinu. Notast er við stigatöflu og því getur skipt máli að komast á topp 10 til að eiga nóg af stigum þegar allt verður lagt saman í lokin og þrjú bestu skor sumarsins verða lögð saman.

Það má með sanni segja að Fyrirsæturnar sem sigruðu mótið á síðasta ára hafi mætt sterkar til leiks í ár og ætla greinilega ekkert að gefa titil síðasta ár auðveldlega frá sér en þær komu sáu og sigruðu fyrsta mótið með frábæru skori upp á 77 punkta þar sem DíDí Ásgeirsdóttir skilaði 43 punktum fyrir lið sitt og gaf tóninn fyrir hvað þarf til í sumar til að vera í topp baráttunni. Liðið Þorpið sem er nýtt í keppninni ætlar sér greinilega stóra hluti en þeir rúlluðu i hús á 75 punktum og höfðu betur á þriðja manni (33 punktar) sem taldi þar sem tvö lið voru jöfn í öðru sæti en liðið Þjarkarnir sem einnig er nýtt í mótinu lék einnig á 75 punktum en þeirra þriðji maður kom í hús á 28 punktum.

Meðfylgjandi er hér stigatafla mótsins eftir fyrstu umferð og við minnum á að skráning er hafin í næsta mót á golf.is

SKRÁNING HÉR

Urslit-ur-1

< Fleiri fréttir