• 1. Object
  • 2. Object

9.2° - N 7.3 m/s

585 0050

Book Tee Times

Liðakeppni GO staðan fyrir lokaumferð

Það var hörkuskor hjá sigurliðinu í fjórða Collab mótinu sem leikið var með Greensome fyrirkomulagi þar sem liðið Þorparar rúllaði í hús með 42 punkta. Nokkur lið sóttu hart að efsta liði og 41 og 40 punktar féllu í skaut nokkurra liða og baráttan hörð um efstu sætin á stigalistanum.

Nú er einungis lokamótið eftir sem telur tvöfalt og því geta mörg lið stokkið upp töfluna þar sem 3000 stig eru í boði ef liði tekst að sigra lokaumferðina í punktakeppni og 2-6 manna betri bolta punktakeppni sem telur aukalega. Öll þesssi stigaveisla ýtir vonandi undir þáttöku allra svo möguleikar liðs á sem besta skori á holu séu sem mestir. Athugið að þar sem um shoot out mót er að ræða er þátttökufjöldi takmarkaður en ef við sjáum að skráning fer fram úr björtustu vonum áskiljum við okkur rétt til þess að ræsa á rástímum og þá verður keppendum úthlutað rástímum af handahófi.  

Hér er stöðutafla eftir 4. umferð og liðið Þorpið er í góðri stöðu en eins og við sáum á síðasta ári þá voru umtalsverðar sviptingar í lokaumferð. 

Auglýsum eftir liðunum Jaxlar og 7 pör í röð sem eiga enn eftir að koma á blað, koma svo… 

 

Lokamót COLLAB liðakeppni GO 2024 – laugardagur 31. ágúst. Ræst út á öllum teigum klukkan 9:00
Skráning opnar fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13:00.

Shootout – leikfyrirkomulag punktakeppni og besta skor liðs( 2-6 manna liðs)

Ræst út á öllum teigum klukkan 9:00

Um kvöldið mun Öðlingur mathús töfra fram veislu. Húsið opnar klukkan 18:00 og borðhald áætlað klukkan 19:00.

Leikfyrirkomulag: Collab nr. 4 einstaklings-punktakeppni og Collab nr. 5 er 2-6 manna betri bolti punktakeppni.

Ræst verður út frá öllum teigum á sama tíma kl. 9.00 og við ætlum að dreifa liðsfélögum sem mest þannig að sér óskir um meðspilara eða á hvaða teig þú byrjar á, eru ekki teknar til greina. 

Í punktakeppninni telja tveir keppendur eins og um eitt mót væri að ræða og telst það mót nr. 5

Í besta skor liðs telst það mót nr. 6 og telur besta skor (punktar) á holu.

Ef að allir keppendur í liðinu mæta til leiks þá hefur það lið meiri möguleika á góðu skori. Leikmaður 1: Fær 4 punkta á 1.braut og hinir minna þá telja 4 punktar á skorkorti liðsins og svo koll af kolli.

< Fleiri fréttir