• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Litríkar á Ljúflingi

Hið árlega Ljúflingsmót er framundan en þar mætum konurnar í Oddi og vinkonur í litríkum klæðnaði, með tvær kylfur og stóran skammt af góðu skapi 😊.

Þarna er tilvalið tækifæri fyrir Oddskonur að bjóða vinkonum með og kynna þær fyrir golfi, Ljúflingi og okkur Oddskonum. 

Konur með Ljúflingsaðild eru sérstaklega boðnar velkomnar.

• Mæting í skála kl. 16:30 
• Mótið hefst stundvíslega kl. 17:00 
• Veisla og verðlaunaafhending í golfskála að loknu móti

SKRÁNINGARFRESTUR ER TIL KL. 12 Á HÁDEGI 6. ÁGÚST

FYRIRKOMULAG
Spilaðar eru 9 holur á Ljúflingi (par 3 völlur), höggleikur án forgjafar. 

Aðeins eru leyfðar tvær kylfur að eigin vali. 
• Teighögg á 1. braut skal slegið með PÚTTER (það verða pútterar á staðnum til afnota ef konur hafa ekki valið þá til að spila með í upphafi). 

Hin árlega vippkeppni verður einnig á sínum stað og veitingabíllinn verður á ferðinni meðan á móti stendur og býður upp á „orkudrykki“. 

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
• Þrjú bestu skorin (höggafjöldi)
• Lengsta teighögg á 1. braut
• Nándarverðlaun á 4. braut og 6. braut (þarf ekki að vera inni á flöt).
• Útdráttarverðlaun í vippkeppni
• Dregið verður úr skorkortum

VEISLA OG VERÐLAUNAAFHENDING
Að móti loknu verður smáréttahlaðborð í golfskálanum sem LUX veitingar töfra fram (innfalið í mótsgjaldi). Einnig verða tilboð í gangi á drykkjarföngum í tilefni dagsins.

SKRÁNING, MÓTSGJALD OG GREIÐSLUFYRIRKOMULAG
Staðfesting á skráningu er með greiðslu mótsgjalds kr. 3.200 inn á reikning kvennanefndar númer 0513-14-000223 kt. 111167-4359.
• Ef greitt er fyrir fleiri en eina konu – vinsamlegast sendið póst á oddskonur@gmail.com með upplýsingum um þær sem greitt er fyrir.

Þær sem bjóða vinkonu og vilja spila með henni í holli þurfa að senda beiðnir um slíkt til kvennanefndar á netfangið oddskonur@gmail.com.

Innifalið í mótsgjaldi er teiggjöf, hressing á teig og meðan á móti stendur auk smáréttahlaðborðs að móti loknu. 

< Fleiri fréttir