• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Litríkar á Ljúflingi 16. ágúst

ODDSKONUR og LJÚFLINGSKONUR

LITRÍKAR Á LJÚFLINGI 16. ÁGÚST 2023

Tveggja KYLFU mót

Þá er komið að okkar bráðskemmtilega gleðimót á Ljúflingi sem ætlað er Oddskonum og konum með aðild að Ljúflingi. Þemað er litríkar þannig að við reynum að mæta í litríkum klæðnaði, með tvær kylfur að eigin vali og stóran skammt af góðu skapi. Konur með Ljúflingsaðild bjóðum við sérstaklega velkomnar og er tilvalið að kynnast fleiri golfkonum þennan dag.

  • Mæting í skála kl. 16:30
  • Mótið hefst stundvíslega kl. 17:00
  • Veisla og verðlaunaafhending í golfskála að loknu móti

Fyrirkomulag

Spilaðar eru 9 holur á Ljúflingi (par 3 völlur), höggleikur án forgjafar. Aðeins eru leyfðar tvær kylfur að eigin vali. 

  • Teighögg á 1. braut skal slegið með PÚTTER (það verða pútterar á staðnum til afnota ef konur hafa ekki valið þá til að spila með í upphafi).

Það verða ýmsar þrautir í gangi á milli golfbrauta ásamt „góðum orkudrykkjum“ og öðru sprelli.

Verðlaun og viðurkenningar

  • Þrjú bestu skorin (höggafjöldi)
  • Lengsta teighögg á 1. braut
  • Útdráttarverðlaun í þrautakeppnum
  • Dregið verður úr skorkortum

Veisla og verðlaunaafhending

Að móti loknu verður Kremuð Sjávarréttarsúpu með blönduðu sjávarfangi, brauð, pestó, smjör í golfskálanum (innifalið í mótsgjaldi).

(Vinsamlega látið vita tímanlega á oddskonur@gmail.com ef um fæðuóþol er að ræða).

Skráning, mótsgjald og greiðslufyrirkomulag

Staðfesting á skráningu er með greiðslu mótsgjalds kr. 5.000 inn á reikning kvennanefndar númer 0513-14-000223 kt. 111167-4359.

Vinsamlegast athugið að hámarksfjöldi er í mótið og við munum láta vita þegar mótið er fullt.

Greiðsla mótsgjalds jafngildir skráningu en mikilvægt er að láta vita á netfangið oddskonur@gmail.com ef greiðsla er framkvæmd af öðrum aðila en þátttakanda og einnig ef óskir eru um meðspilara.

Innifalið í mótsgjaldi er hressing á teig og meðan á móti stendur auk súpu og meðlætis að móti loknu.

Síðasti skráningardagur er 14. ágúst klukkan 12 á hádegi

Hlökkum til golf og gleði

< Fleiri fréttir