09/12/2016
Ljúflingur verður opinn inn á sumarflatir næstu daga á meðan veður leyfir. Hitastig hefur verið langt fyrir ofan frostmark síðustu daga og af þeim sökum hafa skapast skilyrði til að opna inn á Ljúfling.
Félagsmenn GO geta því nýtt sér tækifærið og æft styttri höggin og farið aðeins yfir púttstrokuna á Ljúflingi sem er afar skemmtilegur níu holu par-3 völlur.
Við hvetjum félagsmenn til að fara varlega um völlinn og laga eftir sig bolta og kylfuför þegar það á við.