• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Ljúka á tjarnarframkvæmdum á næstu vikum

Endurbætur á tjörn við 5. flöt standa nú sem hæst. Ekki hefur verið vatn í tjörninni undanfarin sumur og var því orðið löngu tímabært að gera veigamiklar endurbætur á tjörnum við 2. og 5. flöt. Framkvæmdum við 2. flöt er lokið og vinna við tjörn við 5. flöt fer vel af stað.

Vegna mikillar rigningar á síðustu vikum þá er jarðvegurinn í kringum tjörnina mjög leirkenndur og blautur. Það tefur eitthvað framkvæmdina en Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri Urriðavallar, er bjartsýnn á að hægt verði að ljúka framkvæmdum á næstu tveimur vikum.

„Næstu skref eru að klára frágang í kringum tjörnina og í kjölfarið förum við að keyra efni í undirlag tjarnarinnar. Að því loknu getum við sett dúk yfir,“ segir Tryggvi. „Ef allt gengur upp þá náum við vonandi að ljúka þessu á næstu tveimur vikum en það ræðst auðvitað fyrst og fremst á aðstæðum.“

Vel tókst til með framkvæmdir á tjörninni sem liggur á milli 2. flatar og sjötta teigs. Búast má við að tjörnin við 5. flöt verði aðeins minni en áður sem ætti að koma sér vel fyrir einhvern hluta kylfinga.

20150930_103003_resized

Endurbætur á tjörnum UrriðavallarEndurbætur á tjörn við 5. flöt standa nú sem hæst. Vegna vætutíðar er jarðvegur mjög blautur og leðjukenndur. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við tjörnina á næstu vikum. Okkar starfsmenn með Tryggva, Hadda og Kidda í fararbroddi standa því í ströngu næstu daga.

Posted by Golfklúbburinn Oddur on Wednesday, September 30, 2015

< Fleiri fréttir