27/08/2015
Óhætt er að segja að flatir Urriðavallar séu í frábæru ásigkomulagi um þessar mundir. Vallarstjóri og starfsmenn hans eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir gæði vallarins.
Félagar og kylfingar sem leika á Urriðavelli geta með mjög einföldum hætti viðhaldið þessum gæðum með því að laga boltaför á fötum vallarins. Umgengni um flatir Urriðavallar hefur verið mjög góð í sumar en borið hefur á því á síðustu vikum að boltaför séu ekki löguð. Boltafar sem ekki er lagað strax mun valda skemmd í flöt og getur það tekið nokkrar vikur fyrir fyrir slíka skemmd að ná sér að fullu.
Allir kylfingar ættu að laga sitt boltafar á flöt og 1-2 boltaför eftir aðra. Þannig geta kylfingar tekið þátt í því að gera Urriðavöll enn betri. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig laga skal boltafar á flöt.