• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokað inn á sumarflatir

Á morgun, miðvikudag 1. nóvember mun golfvallarsvæðið loka fyrir spili inn á sumarflatir.  Veðurútlit er með þeim hætti að spáð er frosti um helgina og birtan minnkar með hverjum deginum. Haustið hefur verið einstaklega milt og er þetta lengsta samfellda sumaropnun í sögu klúbbsins en Urriðavöllur opnaði 10. maí. 

Vallarstarfsmenn munu nú fara að undirbúa vellina undir veturinn og setja upp vetrarflatir á brautum 10-18 þannig að þeir meðlimir sem enn eru með golffiðringinn geta slegið golfbolta á meðan veður leyfir. 

Við viljum þakka ykkur meðlimum og öðrum kylfingum fyrir frábært sumar og jákvætt viðmót.  Vonandi fáum við góðan vetur og vor svo við getum opnað snemma á næsta ári.

Við minnum á að golfskálinn er að öllu jöfnu opinn á skrifstofutíma milli 9-16 fyrir þá sem vilja kíkja í kaffi og eru ekki búnir að fá nóg af okkur starfsmönnunum.

< Fleiri fréttir