• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokahóf barna og unglingastarfsins

Lokahóf barna og unglingastarfsins fór fram fimmtudagskvöldið 28. september síðastliðinn og frábær mæting var á lokahófið.

Veitt voru verðlaun fyrir mót sumarsins og einstaklingsverðlaun veitt fyrir góðan árangur ásamt því að þjálfararnir, Hrafnhildur og Auður höfðu tekið saman tölfræði um fugla, pör og ýmislegt sem einnig voru veitt verðlaun fyrir.

Frábær stígandi hefur verið í barna og unglingastarfi GO í sumar en við hófum uppbyggingu í byrjun árs með enga skráða iðkendur en þegar sumarstarfi lauk voru iðkendur orðnir 44. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, íþróttastjóri, setti sér markmið í uppbyggingu starfsins í sumar. En til að ná þeim markmiðum var fljótlega ljóst að hún yrði að fá fleiri með sér í þjálfunina. Auður Björt kom því snemma inn í þjálfun í barnastarfinu en þær eru báðar í PGA golfkennaranáminu. Það má með sanni segja að markmiðum sumarsins hafi verið náð og rúmlega það að mörgu leiti og virkilega ánægjulegt að sjá þessa flottu þróun og góða starf sem unnið hefur verið í sumar.

Vinningshafar í Urriðamótaröðinni

12 ára og yngri (stúlkur)
1.sæti -Emilía Sif Ingvarsdóttir
2.sæti -Ásta Sigríður Egilsdóttir
3.sæti -Katrín Emilía og Katrín Lilja (jafnar)
12 ára og yngri (drengir)
1.sæti – Eiríkur Bogi Karlsson
2.sæti -Aron Snær Pálsson
3.sæti -Garðar Ágúst Jónsson
13-18 ára (stúlkur)
1.sæti -Fríða Björk Jónsdóttir
2.sæti -Jara Elísabet Gunnarsdóttir
3.sæti -Embla Dís Aronsdóttir
13-18 ára (drengir)
1.sæti -Guðmundur Óli Jóhannsson
2.sæti -Heimir Örn Andrason

Mestu framfarir/Mesta forgjafalækkun sumarsins

12 ára og yngri
Eiríkur Bogi Karlsson
Lækkun um 16,9 í sumar
54 -> 37,1

13-15 ára
Fríða Björk Jónsdóttir
Lækkun um 8,6 í sumar
54 -> 45,4

16-18 ára
Bjartur Karl Matthíasson
Lækkun um 20,7 í sumar
35 -> 14,3

Mót sumarsins 2023

Urriðamótaröðin – Alls tóku 38 einstaklingar þátt í einhverju af Urriðamótunum í sumar. Mótin voru fjögur talsins og fóru annars vegar á Ljúflingi og hins vegar á Gullteigum Urriðavallar. Eitt mót var haldið í hverjum mánuði í sumar. Mikil gleði var við völd í þessari mótaröð þar sem krakkarnir voru að stíga sín fyrstu skref í golfinu.

Meistaramót barna og unglinga – (1.-3.júlí) – Meistaramótið fór fram í sumarblíðu í júli. Leikið var í yngsta flokknum (12 ára og yngri) á Ljúflingnum og 16 krakkar tóku þátt. Einnig voru sjö 13-18 ára sem spiluðu á teigum (46) á Urriðavelli. Mótið var frábært í alla staði sem endaði með skemmtilegu lokahófi þar sem verðlaunað var góðan árangur.

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri – (25.-27.ágúst) -Golfklúbburinn Oddur sendi tvær keppnissveitir þetta árið. Eina strákasveit og eina stelpusveit. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og voru klúbbnum til mikils sóma. Strákaliðið okkar kom heim með bikar eftir sigur í sinni deild og stelpuliðið okkar hafnaði í 3.sæti í sinni deild. Mótið var haldið þetta árið á Mýrinni (GKG), Sveinkotsvelli (GK) og Landinu (GR). Mótið var vel skipulagt og krakkarnir fengu góða reynslu í keppnisgolfi.

Íslandsmót golfklúbba 14 ára og yngri – Var haldið á Flúðum 21.-23.júní. Lítið var búið af sumrinu þegar haldið var af stað með fimm stúlkur á aldrinum 12-14 ára á Flúðir. Allar voru þær að stíga sín fyrstu skref í golfinu og gaman var að sjá hvað þær lærðu mikið á mótinu. Góð umgjörð var í mótinu og stelpurnar okkar skemmtu sér konunglega.

Við viljum þakka þeim fjölmörgu fyrirtækum sem styrktu okkur til að gera þetta að veruleika. Á lokahófinu gengu allir heim með einhverskonar úrdráttarverðlaun með bros á vör eftir frábært sumar.

Stjörnusnakk, Smárabíó, Sbarro, Brauð&Co, Fótboltaland, Bakarameistarinn, Bæjarins bestu, Keiluhöllin, Skemmtigarðurinn, Sky lagoon, Adrenalíngarðurinn, Zipline Iceland, Dominos & Gulli Arnar takk fyrir að hjálpa okkur að enda sumarið með veglegu lokahófi fyrir barna- og unglingastarfið okkar.

Takk fyrir sumarið!

< Fleiri fréttir