• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokahóf – dagskrá

Lokahóf & verðlaunaafhending í Meistaramóti GO 2024 verður haldið í golfskálanum á Urriðavelli laugardaginn, 13. júlí. 

Allir þátttakendur í Meistaramóti eru velkomnir. Gestir einnig en greiða þarf sérstaklega fyrir þá 4000 kr. í afgreiðslu Urriðavallar við komu. 

Happy hour frá 15:00 – 19:00

Salurinn opnar formlega kl. 18:45 og fordrykkur í boði frá 19:00 – 20:00 og við gerum ráð fyrir að bjóða upp á fingrafæðishlaðborð að hætti Öðlings um 20:00

Verðlaunaafhending hefst klukkan 20:30 og þegar klúbbmeistarar GO 2024 hafa verið krýndir og allir myndaðir mætir Bjarni Baldvinsson skemmtikraftur (töframaður) og heldur uppi stemmingu þangað til DJ Geir Flovent tekur við og keyrir stuðið áfram til kl. 01:00 þegar húsið lokar.

Miðað við fjölda keppenda má reikna með að salurinn verði þéttsetinn og því ekki úr vegi að mæta snemma og fylgjast með keppendum í meistaraflokki ljúka leik, grípa fæði og drykki og hafa gaman. Live-skor verður birt á skjá í sal, 

 

Hlökkum til að gleðjast með ykkur á lokahófi!
Golfklúbburinn Oddur

 

 

 

< Fleiri fréttir