• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

LOKAMÓT COLLAB 2024 – ÚRSLIT

Veðurguðirnir gáfu loksins eftir og veittu okkar kylfingum undanþágu frá þeirri hefð að mótsdagur í liðakeppni GO sé að snúast um að líkami og sál sé berjast við rok, rigningu eða allt þar á milli  og dagurinn var stórkostlega góður í alla staði.

Alls voru 38 lið skráð til leiks í ár og 37 þeirra náði mótshring í einu af þeim fimm mótum sem fram fóru í sumar. Keppt er í ýmsum afbrigðum golfleiksins, punktakeppni, betri bolta og greensome og lokamótið telur tvöfalt þar sem 6 manna betri bolti er reiknaður út og telur það mót sjálfstætt og sem hluti af mótaröðinni.

Þrjú bestu mót sumarsins telja til lokastiga og í ár var það liðið  Utan vallar sem sneri öllu á hvolf með tvöföldum sigri í lokamótinu þar sem telja þurfti fjórða mann til að skera úr um sigurvegara svo tæpara mátti það ekki standa og lið Þorparanna sem annað árið í röð voru í fyrsta sæti fyrir lokaumferð urðu að gera sér annað sætið að góðu en öruggt að þeir koma sterkir til leiks að ári. 

Við munum uppfæra þessa frétt eftir helgina en hér er lokastaðan í mótinu. 

Collab lokaúrslit 2024

 

 

< Fleiri fréttir