• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokamót kvenna

LOKAMÓT ODDSKVENNA 15. September.
Það er rífandi skráning.
Mæting kl. 13.00 – ræst út af öllum teigum kl. 14.00

Minni konur á að ganga frá greiðslu sem fyrst kr. 5.000,-
inn á reikning: 526-14-405012, kennitala: 300449-2209 og sendið tölvupóst á engilberts@simnet.is

Leikur: Tveggja manna Texas Scramble/Snærisleikur með afbrigðum (nánari útskýringar má sjá á Golf.is og verða líka afhentar í upphafi móts). Munið að hafa skæri með.

Skráning inn á Golf.is
Er einungis til að tilkynna þátttöku.

Mótsstjórn mun raða einstaklingum saman í tveggja manna lið með það að leiðarljósi að lágforgjafakona verði með háforgjafakonu. Ef þið eruð með séróskir um meðspilara, þá látið vita sem fyrst og við reynum að koma til móts við þær.

Eftir mót bíður okkar fordrykkur og glæsilegur kvöldverður að hætti Öðlings.

Teiggjöf, skemmtilegheit, vegleg verðlaun og nándarverðlaun á par 3 holum. Fugladrottning sumarsins dregin út o.fl.

P.s. langtíma veðurspáin er alveg ágæt.

Hlökkum til að sjá ykkur allar
Kvennanefnd Golfklúbbsins Odds

< Fleiri fréttir