• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokamót kvenna

Laugardagurinn 21. september – er taka tvö á lokamóti kvenna, við létum undan veðri um liðna helgi en látum það ekki stoppa okkur núna og eigum góða stund saman. Nokkur sæti laus og því er um að gera að skrá sig.


Mæting í skála kl. 13:00
Ræst út af öllum teigum kl. 14:00

Hátíðarkvöldverður, verðlaunaafhending og skemmtun í golfskála að loknu mót

Einstaklingsmót, punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf í mótinu er 36 (grunnforgjöf má vera hærri)
ATHUGIÐ: Fjöldi þátttakenda takmarkast við 88 konur

Skráning er á golf.is – opið fyrir skráningu frá 12. september til 20. september kl. 12:00

Miðað verður við að þær sem skrá sig saman í holl á golf.is muni spila saman í holli. Kvennanefnd mun þó ef þörf er á færa til/sameina holl þannig að samræmi verði í fjölda í hollum

SKRÁNING, MÓTSGJALD og GREIÐSLUFYRIRKOMULAG
Skráning fer fram á golf.is en staðfesta þarf skráningu með greiðslu mótsgjalds kr. 7.500 inn á reikning kvennanefndar númer 0513-14-000223 kt. 111167-4359 í síðasta lagi föstudaginn 20. september kl. 13:00.
Innifalið í mótsgjaldi er teiggjöf, fordrykkur og hátíðarkvöldverður.

SKRÁNINGARFRESTUR á golf.is er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 20. september
GREIÐSLUFRESTUR er til kl. 13:00 föstudaginn 20. september

Mæting í skála kl. 13:00
Ræst út af öllum teigum kl. 14:00
Hátíðarkvöldverður, verðlaunaafhending og skemmtun í golfskála að loknu móti

GLÆSILEG VERÐLAUN OG AUKAVINNINGAR
• Verðlaun fyrir efstu sæti í punktakeppni
• Nándarverðlaun á öllum par þrjú brautum
• Lengsta teighögg á 9. braut
• Sérstök verðlaun fyrir holu í höggi
• Dregið úr skorkortum

FUGLADROTTNING 2019 KRÝND
Dregið verður úr fugla- og arnarmiðum sumarsins – miði er möguleiki!

UPPSKERUHÁTIÐ – HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR – SÖNGUR og GLENS
Að loknu móti og innifalið í mótsgjaldi er fordrykkur auk kvöldverðar. Það verður steikarhlaðborð og í aðalrétt er grillað rósmarínlegið lambalæri. Meðlætið er kartöflu gratín, hvítlaukur & brenndur ostur, bökuð seljurót & stökkir brauðteningar, blandað salat, tómatar & íslenskur ostur ásamt bernaise sósu. Í eftirrétt er heit döðlukaka með saltkaramellu ásamt rjóma.
Tilboð er á hvítvíns og rauðvínsglasi með matnum.

Verðlaunaafhending í lok kvöldverðar.

Klukkan 21 hefst söngur þegar TRÚBADOR mætir á svæðið og það má dansa með!

Gleðistund (happy hour) á barnum frá kl. 21

< Fleiri fréttir