• 1. Object
  • 2. Object

-3.9° - A 6.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lokun golfvalla GO


SÍÐASTI GOLFDAGUR SUMARSINS Á URRIÐAVELLI OG LJÚFLINGI ER SUNNUDAGURINN 15. OKTÓBER Nú er komið að lokun Urriðavallar og Ljúflings eftir sumarið sem hófst seint þetta árið vegna veðurs fyrripart ársins en það rættist heldur betur úr málum þegar líða fór á sumarið og félagsmenn voru duglegir að nýta sér vellina og svæðið allt þegar það fór að blómstra. 

Haustlægðir og frostanætur ganga hratt og reglulega yfir landið þessa dagana og spáð er kólnandi veðri. Það er því  fyrirséð að lítið verður hægt að spila golf lengra inn í október og hafa starfsmenn Urriðavallar hafið undirbúning lokunar og uppsetning á vetrarvelli er klár og við stefnum á að hafa hann aðgengilegan við fyrsta tækifæri eftir lokun vallanna. 

Afgreiðslu Urriðavallar er formlega lokuð frá og með 16. október. Skrifstofa GO er lokuð frá 13. október til mánudagsins 23. október en hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@oddur.is ef erindið er brýnt.  

Við þökkum félagsmönnum fyrir liðið golfsumar, færum sérstakar þakkir þeim sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu okkur við að halda eitt glæsilegast Íslandsmót sögunnar. Starfsmönnum GO og veitingaaðilum færum við þakkir fyrir þeirra flottu vinnu á öllum sviðum og vonum að árið 2024 verði enn betra, lengra og skemmtilegra. 

Flottur 70 manna hópur félagsmanna er núna á leið afmælisgolfferð GO og VITA til MORGADO í Portúgal til að klára sumarið og óskum við þeim góðrar ferðar.

Það er alveg tilefni til að minnast á það að haldin verða Jólahlaðborð hér í skálanum í nóvember og desember sem hægt er að bóka sig og sína á eða sitt fyrirtæki á með því að senda póst á veitingar@oddur.is.
Við höfum sérstaklega tekið frá 2. desember fyrir GO og hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og njóta á heimavelli í fallegu umhverfi. Allar upplýsingar eru hér í annari frétt á síðunni.  

Kær kveðja, stjórn og starfsfólk GO

< Fleiri fréttir