• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Magnús Íslandsmeistari í holukeppni PGA

Magnús Birgisson, PGA golfkennari hjá Golfklúbbnum Oddi, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni meðal eldri PGA kennara. PGA samtökin á Íslandi standa að keppninni. Magnús hafði betur gegn Sigurði Hafsteinssyni í úrslitaleik sem fram fór í dag á Þorláksvelli í Þorlákshöfn.

Leikurinn var að sögn Magnúsar í járnum frá fyrstu holu en Sigurður hafði yfirhöndina lengst af. Magnús var hins vegar þolinmóður og klókur og komst í fyrsta sinn yfir í leiknum á 18. braut og tryggði sér þar með sigurinn.

Magnús er jafnframt lykilmaður í sterkri sveit eldri kylfinga úr GO sem hafnaði í þriðja sæti í Sveitakeppni eldri kylfinga.

Til hamingju með titilinn Magnús!

< Fleiri fréttir