• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Magnús Skúli með frábæran sigur

Okkar efnilegi kylfingur, Magnús Skúli Magnússon, gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í öðru móti sumarsins á Áskorendamótaröðinni sem fram fór á Setbergsvelli á laugardag.

Magnús Skúli keppti í Hnokkaflokki sem er fyrir keppendur 10 ára og yngri. Hann bar sigur úr býtum eftir að hafa leikið níu holur á 21 punkti. Hann vann sinn flokk með nokkrum yfirburðum.

Magnús, sem er 10 ára gamall, hefur leikið vel í sumar en hann varð í öðru sæti í fyrsta móti sumarsins sem fram fór í Grindavík.

< Fleiri fréttir