• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

MEISTARAMÓT GO – HELSTU UPPLÝSINGAR

Það er komið að okkar stærsta golfviðburði á árinu, Meistaramóti GO, sem í ár þegar þetta er skrifað er orðið það fjölmennasta í sögu klúbbsins og það er skemmtilegt að það hitti á 30 ára afmælisár klúbbsins.

Það er að ýmsu að hyggja þegar mætt er til leiks á “stórmót” og við viljum því setja bæði upplýsingar og fræðsluefni hér inn til að kylfingar geti leitað á einn stað ef það eitthvað sem er óljóst eða ástæða til að rifja upp. Þar sem skráning hefur farið fram úr okkar björtustu vonum er ljóst að rástímaskipulag riðlast um 30 – 60 mínútur miðað við það sem birt hefur verið til viðmiðunar.

Golfreglur er eitthvað sem mikilvægt er að fara eftir þegar við leikum golf almennt og það á sérstaklega við í golfkeppni þar sem viðurlög við brotum á golfreglum geta valdið vítishöggi (aukahöggum) og frávísum úr golfmóti ef reglum hefur ekki verið fylgt. Til að kynna sér nýjustu breytingar á golfreglum er hægt að skoða þetta myndband hér fyrir neðan og einnig hægt að hlaða niður appi í síma sem getur mögulega svarað ýmsum spurningum og auðvitað er sniðugt að renna í gegnum regluvörð Varðar sem margir þekkja og þannig auka við þekkingu sína.

https://www.youtube.com/watch?v=SodAkXSi5PI

Smelltu hér fyrir neðan ef þú vilt sækja golfregluapp R&A eða spreyta þig í regluverðinum.

Helstu upplýsingar um mótið – golfvöllinn – keppnisskilmálar og staðarreglur.

Keppendur fá tölvupóst og tilkynningu um rástíma sinn kvöldið fyrir leikdag. Þar sem mótið er mjög fjölmennt í ár er líklegt að rástímar séu ekki að birtast fyrr en seint eða um leið og síðustu hópar eru að klára leik á hverjum degi. Það má því gera ráð fyrir að rástímar séu að birtast eftir klukkan 21:00 flesta leikdaga en við munum að sjálfsögðu gera okkar besta í því að þeir verði birtir eins fljótt og auðið er hvern dag. VIð munum tilkynna á facebook síðu okkar að rástímar hafa verið birtir, allir keppendur fá tölvupóst með upplýsingum um sinn rástíma og sinn ráshóp. Tölvupóstur með skorkóða verður einnig sendur út á keppendur og við viljum að hver ráshópur haldi utan um skor rafrænt svo það sé hægt að hafa skor keppenda lifandi í golfskála og á netinu fyrir þá sem heima sitja.

Það er mikilvægt að kynna sér staðarreglur og keppnisskilmála þegar mætt er í golfmót og keppendur fá sendan hlekk í pósti á staðarreglur og blað með staðarreglum er afhent eða aðgengilegt á 1. teig þar sem keppendur eru ræstir út. Mikilvægt er að mæta tímalega á rástíma, vera klár 10 mínútum fyrir sinn rástíma, bíða skal á biðsvæði fyrir neðan ræsisskúr þangað til ræsir mótsins kallar á þinn ráshóp. Þetta er mikilvægt upp á öryggi kylfinga og við leggjum mikla áherslu á þetta.

Það er mikilvægt að halda góðum leikhraða í svona fjölmennu móti og það er ýmislegt sem við kylfingarnir getum gert til að láta allt ganga sem hraðast.


– vera tilbúin/nn þegar komið er að þér að slá, nýta tíma vel meðan aðrir slá t.d. til að mæla fjarlægð ef það er ætlunin.
– það má hleypa framúr, skiptir ekki máli þó flokkurinn á undan og þá á eftir sé ekki sá sami og þú sjálf eða sjálfur ert að spila í.
-taka varabolta ef það er þörf á því
-Þeir sem eru að keppa í punktakeppni geta tekið upp boltann ef það er ljóst að ekki fáist punktaskor á holuna og öruggt að það flýtir leik.
-kynna sér vel 7. grein í staðarreglum um viðbótarlausn ef bolti er týndur eða útaf, en þá má taka lausn gegn tveimur vítishöggum. Allar líkur á því að það sé betri lausn og flýti leik í stað þess að taka áhættu á því að leika öðrum bolta af teig eins og á 14. holu svo dæmi sé nefnt.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða staðarreglur og við bendum á smá breytingu í staðarreglum en búið er að stækka rautt vítasvæði í kringum 3, 4 og 5. braut eins og sjá má á þessari mynd hér fyrir neðan.

ATH. Myndin hér að ofan sýnir rautt vítasvæði sem liggur milli 3. 4. og 5. holu. Svæðið er merkt með rauðum hælum. Bolti sem stöðvast innan svæðisins er í því óháð því hvaða holu er verið að leika.

Staðarreglur

Stadarreglur-MEISTARAMOT2

Keppnisskilmálar mótsins

Reglugerd-meistaramots-2023-breytt-1

Áætlað skipulag rástíma.
athugið að á leikdögum frá miðvikudegi til laugardags er c.a. klukkutíma seinkun miðað við plan og við gerum ráð fyrir að rástímar séu frá 07:00 á lokadegi (laugardaginn 8. júlí)

Aaetlun-skipulag-rastima-2023-

Staðarreglur fyrir meistaraflokk karla og kvenna
(hér er regla 7. tekin út úr almennum staðarreglum)

Stadarreglur-MEISTARAMOT-MEISTARAFLOKKAR-2

< Fleiri fréttir