• 1. Object
  • 2. Object

-1.4° - A 7.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Meistaramót GO – úrslit

Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Ottó Axel Bjartmarz eru klúbbmeistarar GO 2023.

Meistaramóti GO 2023 lauk í dag með vel heppnuðu lokahófi. Stemmingin var einstaklega góð allt mótið, enda lék veðrið við okkur þessa meistaramótsviku og verður lengi í minnum haft. Leikmenn létu jarðskjálfta ekki stoppa sig og það var mikil spenna í flestum flokkum sem sigldu heim í hlað þegar leið á lokadaginn.

Í meistaraflokki kvenna sigraði Hrafnhildur Guðjónsdóttir í 8. sinn !! og í öðru sæti varð Auður Björt Skúladóttir og í þriðja sæti varð Auður Skúladóttir.

Í meistaraflokki karla var hörkuspenna og fyrir lokahringinn átti Rögnvaldur Magnússon sjöfaldur klúbbmeistara fjögur högg á Ottó Axel ríkjandi klúbbmeistara. Á lokahringnum lék Ottó frábært golf, setti persónulegt met og kom inn á -3 eða 68 höggum og sneri taflinu við og sigraði með fjögurra högga mun. Í þriðja sæti varð svo Axel Óli Sigurjónsson.

Skemmtun kvöldsins hélt svo áfram inn í nóttinu, DJ Bragi hélt uppi stemmingu, Margrét Erla Maack kom gestum í gott skap áður en Elvis Presley mætti á svæðið og sló heldur betur í gegn.

Mótsnefnd og starfsmenn GO þakka innilega fyrir þessa frábæru rúmu viku, sjáumst örugglega aftur á næsta ári þar sem bætum þátttökumetið aftur og þangað til næst, takk fyrir okkur

Við óskum nýkrýndum klúbbmeisturum innilega til hamingju með titilinn og öllum öðrum vinningshöfum.

Nándarverðlaun voru veitt í mótinu á öllum par 3 holum vallarins alla mótsdagana og þeir sem eiga nándarverðlaun geta vitjað vinnings í okkar golfbúð þar sem inneign verður stofnuð á reikningum þeirra sem unnu.

Úrslit í öllum flokkum má sjá hér fyrir neðan.

Nándarverðlaun

Nandarverdlaun-og-urslit-meistaramot

< Fleiri fréttir