• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Meistarmót GO 2018

Skemmtilegasta mót ársins er byrjað og fyrstu hópar hófu leik á Meistarmóti GO núna í morgun í stafa logni og léttri rigningu sem breyttist fljótt í úða svo aftur í létta rigningu en lognið var ekkert að hreyfa sig og heldur sér væntanlega út daginn. 

Mótið er hápunkturinn í félagsstarfi klúbbsins á hverju ári og því hvetjum við alla til að taka þátt og þeir sem eru ekki búnir að skrá sig geta enn þá gert það ef þeirra flokkur hefur ekki hafið mótið. Mótið er forgjafaskipt, flokkaskipt og einnig er keppt í aldursflokkum 50 +, 65 + og flokkum yngri kylfinga þannig að allir ættu að finna keppni og félagsskap við hæfi og engin ástæða til að vera ekki með. Við endum skemmtunina svo á glæsilegu lokahófi laugardaginn 7. júlí og fögnum góðri viku saman, lokahófið er innifalið í mótsgjaldi. 

Við náðum nokkrum myndum af þeim hollum sem fóru af stað í dag. Það voru þeir Einar I. Halldórsson og Hafsteinn Ragnarsson sem hófu leik þetta árið. 

< Fleiri fréttir