• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Myndir frá frábærri vínkynningu Globus

Síðastliðinn föstudag stóð félagsnefnd GO ásamt Globus fyrir vínsmökkun og vínkynningu í golfskálanum á Urriðavelli. Viðburðurinn var í einu orði sagt frábær og gestir voru yfir sig ánægðir með sína upplifun á þessu kvöldi enda ekki við öðru að búast þegar einn öflugasti víninnflytjand landsins tekur að sér svona viðburð og fagmennska var í fyrirrúmi.

Félagsnefnd GO stefnir á að bjóða upp á ýmsa viðburði á komandi golftímabili og vonar að góð aðsókn verði á þá sem GO auglýsir á komandi golftímabili, nefndin er alltaf tilbúin að hlusta á þarfir félagsmanna og hægt að koma inn ábendingum á oddur@oddur.is ef þið hafið hugmyndir fram að færa.

< Fleiri fréttir