• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Nikki og Pála bjóða í kaffi og kökur á sunnudag

Sunnudaginn 2. október verður félagsmönnum Golfklúbbsins Odds boðið í kaffi og kökur í klúbbhúsinu á Urriðavelli milli kl. 14:00 og 17:00. Nikki og Pála sem hafa rekið veitingaþjónustuna á Urriðavelli undanfarin ár vilja með þessum hætti þakka félagsmönnum fyrir golfsumarið sem er brátt á enda.

Það er tilvalið fyrir félagsmenn að fjölmenna á sunnudag og þiggja veitingar endurgjaldslaust. Ryder-bikarinn er svo í beinni útsendingu alla helgina og verður hægt að fylgjast með þessu frábæra móti og fá sér léttar veitingar.

Veitingasölunni á Urriðavelli verður brátt lokað hefur verið dregið úr þjónustu. Grillinu verður t.a.m. lokað frá og með sunnudeginum.

Sjáumst á sunnudag!

< Fleiri fréttir