• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Nýtt vallarmat á Urriðavelli

Ný forgjafartafla hefur verið tekin í noktun á Urriðavelli frá og með 16. september 2015. Vallarmat á Urriðavelli fór fram fyrr í sumar og skilaði vallarmatsnefnd niðurstöðum sínum í vikunni.

Örlitlar breytingar verða á vallarmati Urriðavallar frá síðasta mati sem gert var árið 2012. Reikna má með að þeir karlkylfingar sem leika á 54 teigum standi í stað eða lækki um einn í vallarforgjöf. Konur sem leika á teigum 46 munu í flestum tilfellum standa í stað í vallarforgjöf eða lækka í vallarforgjöf.

Dæmi:
Karl sem leikur á teig 54 með 18,1 í forgjöf fékk 18 í vallarforgjöf samkvæmt gamla matinu en fær nú 17 í vallarforgjöf.
Kona sem leikur á teig 46 með 18,1 í forgjöf fékk 20 í vallarforgjöf samkvæmt gamla matinu en fær nú 18 í vallarforgjöf.

Ástæða þess að lækkun verður á vallarforgjöf karla er sú að samkvæmt nýju vallarmati á Urriðavelli fer Slope á teiga 54 hjá körlum úr 123 niður í 118. Það orskar að flestir karlkylfingar munu fá færri högg í vallarforgjöf en áður. Breyting á Slope á teigum kvenna lækkar aftur á móti aðeins lítillega.
Nýtt vallarmat (1)

Ný forgjafartafla á Urriðavelli 2015.
Gömul forgjafartafla á Urriðavelli 2012.

Forgjafatafla Urriðavöllur 16-09-2015 A4-1

< Fleiri fréttir