• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Ný tímasetning Meistaramóts GO

Meistaramót Golfklúbbsins Odds fer fram 10. – 15. júlí næstkomandi. Mótið er viku síðar á ferðinni í ár vegna Evrópumóts landsliða kvenna sem fram fer á Urriðavelli í byrjun júlí. Það verður þó án nokkurs vafa frábær upplifun fyrir félaga í Oddi að leika á Urriðavelli í Evrópumóts ástandi.

Breyting verður á mótinu í ár og hefst mótið á sunnudegi og lýkur á föstudegi. Mótið verður að þessu sinni stytt um einn dag og leiknir verða þrír hringir í stað fjögurra eins og hefð er fyrir í flestum flokkum. Meistaraflokkur karla og kvenna mun áfram leika fjóra keppnisdaga.

Ástæða fyrir þessum breytingum er einkum sú staða að Urriðavöllur verður lokaður félagsmönnum í u.þ.b. viku vegna Evrópusmóts landsliða kvenna. Breytingin á meistaramótinu er gerð með það að leiðarljósi.

Samkvæmt drögum að uppsetningu meistaramótsins í ár er gert ráð fyrir að ræsingu ljúki um kl. 15:00 á hverjum keppnisdegi og því ætti hefðbundin rástímaskráning að hefjast kl. 15:30 fyrir félaga sem ekki taka þátt í mótinu. Því ættu þeir kylfingar sem ekki ætla að taka þátt í Meistaramótinu og geta leikið á Urriðavelli síðdegis.

Við vonum að félagar sýni þessum breytingum skilning og taki þátt í að gera Meistaramótið 2016 að einu fjölsóttasta og besta meistaramóti í sögu klúbbsins.

< Fleiri fréttir